Útrýmum fátækt, það er hægt Bjarki Steinn Bragason skrifar 6. september 2021 07:31 Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar