Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 10:01 Cantley (t.v.) og Rahm (t.h.) berjast á toppnum. Þriðji hringur mótsins hefst í dag. Cliff Hawkins/Getty Image Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Cantley hefur ekki leikið manna best á mótinu en er þrátt fyrir það í forystu. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. This is just silly good, Patrick. pic.twitter.com/9qBBLZIxCp— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Cantley hóf keppni í fyrradag á tíu höggum undir pari en lék á þremur undir parinu á fyrsta hring til að halda forystunni. Spánverjinn Jon Rahm lék þá á fimm undir pari og var aðeins tveimur höggum á eftir Cantley eftir fyrsta hringinn, en hann hafði hafið keppni á sex undir pari. Rahm hélt uppteknum hætti í gær. Aftur lék hann á 65 höggum, fimm undir pari, og minnkaði bilið á toppnum um helming. Cantlay lék á 66 höggum og er á 17 undir pari í heildina en Rahm er á 16 undir. The weekend is officially here. pic.twitter.com/Sugyq8bQ5l— TOUR Championship (@playofffinale) September 3, 2021 Þeir félagar eru með töluvert forskot á næstu menn, en mótið er þó aðeins hálfnað og ljóst að margt getur breyst. Bryson De Chambeau er á ellefu undir parinu í þriðja sæti, Justin Thomas er á tíu undir, en báðir léku á þremur undir pari í gær. Þá eru Tony Finau, Kevin Na, Viktor Hovland, Cameron Smith og Harris English næstir á níu undir pari. Rory McIlroy lék á fjórum höggum undir pari í gær og fór upp um sjö sæti. Hann er á átta undir pari í heildina, jafn þeim Jordan Spieth og Louis Oosthuizen í 10.-12. sæti. Much love to @RickRoss for coming out to the @playofffinale! Appreciate what you're doing for the game of golf by encouraging minorities and the younger generation to play #inspiresomeone pic.twitter.com/5THYeMpyLX— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) September 3, 2021 Þriðji hringur mótsins fer fram í dag. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf klukkan 17:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira