Áskorun til Landgræðslunnar Björn Halldórsson skrifar 2. september 2021 14:30 Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun