Viðskipti innlent

Grímu­skyldan af­numin í Bónus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðmundur, segir tíma til kominn að setja ákvörðun um grímunotkun í hendur viðskiptavina.
Guðmundur, segir tíma til kominn að setja ákvörðun um grímunotkun í hendur viðskiptavina.

Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings.

„Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu.

Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki.

Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum.

„Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur.

Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“

Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.