Viðskipti innlent

Krónan af­nemur grímu­skyldu

Eiður Þór Árnason skrifar
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðsend

Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Almenn grímuskylda tók gildi á ný í lok júlímánaðar í rýmum þar sem sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðarmörk. Fyrst var nokkur óvissa um hvort grímuskyldan ætti við í verslunum en rekstraraðilar matvöruverslana tóku sig saman og kölluðu eftir því að viðskiptavinir bæru grímu.

Í tilkynningu frá Krónunni eru viðskiptavinir og starfsfólk beðin um að huga áfram að eins metra nálægðarreglunni og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt í verslununum. Öllum sé að sjálfsögðu áfram velkomið að bera grímur.

Krónan í Austurveri í Reykjavík.Krónan

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að starfsfólk muni sem fyrr sjá til þess að hugað sé að sóttvörnum í hvívetna.

„Grímuskyldu var komið á í sumar þegar meiri óvissa ríkti í samfélaginu varðandi útbreiðslu COVID. Nú teljum við að viðskiptavinir og starfsfólk okkar sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki – og að 1m fjarlægðartakmörk sé auðvelt að virða í okkar verslunarrýmum.

Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í okkar verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna. Við hvetjum að sjálfsögðu enn til grímunotkunar en leggjum það í hendur viðskiptavina og starfsfólks að meta hvort grímur séu nýttar í verslunum okkar eða ekki,“ segir Ásta Sigríður í tilkynningu.

Uppfært 1. september 2021:

Ásta Sigríður ræddi ákvörðunina í Bítinu í morgun.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
2,46
27
321.952
FESTI
0
5
63.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,73
94
456.960
EIM
-3,21
17
602.240
MAREL
-3,1
44
328.901
REITIR
-2,96
15
105.484
KVIKA
-2,9
59
1.048.345
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.