Rafíþróttir

Íslenskur keppandi í ævilangt bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keppandinn tók þátt í stórmótinu Almenna í Overwatch.
Keppandinn tók þátt í stórmótinu Almenna í Overwatch. Chesnot/Getty Images

Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra.

Greint var frá þessu á mbl.is, en atvikið átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch. Mótið er eitt stærsta mót Íslands í leiknum.

Gæðastjóri Almenna, Björgvin Gunnar Björgvinsson, segir að það hafi verið í höndum RÍSÍ að ákveða hversu langt bannið ætti að vera, enda heyrir Almenni beint undir samtökin og fylgir lögum og reglum þeirra.

RÍSÍ tók þá ákvörðun að setja gerandann í ævilangt keppnisbann, sem samsvarar tíu árum í heildina. Bannið gildir um alla þáttöku í mótum og keppnum á vegum RÍSÍ.

„Inn­an Rafíþrótta­sam­taka Íslands mun­um við alltaf taka stöðu með þolend­um og við skömm­umst okk­ar ekk­ert fyr­ir það að grípa til harðra viður­laga þegar svona er brotið á fólki. Auðvitað er alltaf leitt þegar það koma upp svona mál en hug­ur okk­ar og stuðning­ur er fyrst og fremst á bak við þann ein­stak­ling sem brotið var á,“ sagði Aron Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Rafíþrótta­sam­taka Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Við vilj­um byggja upp ör­uggt um­hverfi í rafíþrótt­um og part­ur af því að skapa um­hverfi þar sem þolend­ur þora að stíga fram er að taka ákveðið á þeim brot­um sem eru til­kynnt. Við störf­um eft­ir skýr­um ferl­um, sem kalla strax á aðgerðir.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.