Ógeðfelldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:30 Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson Skoðun Burðarásar samfélagsins Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun