Hetjurnar okkar Brynhildur Björnsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir skrifa 30. ágúst 2021 15:00 Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Brynhildur Björnsdóttir Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar