Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:31 Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar