Viðskipti innlent

Tjörvi hættir eftir ní­tján ár hjá Bænda­sam­tökunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tjörvi hefur sagt upp störfum hjá Bændasamtökunum eftir nítján ár í starfi.
Tjörvi hefur sagt upp störfum hjá Bændasamtökunum eftir nítján ár í starfi. Vísir

Tjörvi Bjarnason, sviðstjóri útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna, hefur sagt upp störfum eftir nítján ár hjá samtökunum. Hann hefur stýrt rekstri Bændablaðsins í fjölda ára og unnið sem almannatengill fyrir bændur svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í dag.

„Það var kominn tími að breyta til eftir langan starfstíma. Bændasamtökin eru að ganga í gegnum löngu tímabæra sameiningu við búgreinafélögin og það eru mörg mikilvæg mál í hagsmunagæslu fyrir bændur fram undan. Forsvarsmenn og allt starfsfólk samtakanna hafa í mörg horn að líta á næstu misserum en ég hef ákveðið að yfirgefa skútuna,“ segir Tjörvi í tilkynningu blaðsins.

Hann telji áríðandi að gæta hagsmuna bænda og þar megi aldrei slaka á. Bændurnir sjálfir leiki hins vegar lykilhlutverk.

„Bændur verða að slá skjaldborg um sín samtök og standa saman. Atvinnugreinin nýtur mikils velvilja hjá almenningi en hann þarf að rækta. Það þarf að sýna gott fordæmi og stunda búskap með ábyrgum hætti,“ segir Tjörvi.

„Forystumenn bænda þurfa að hefja sig upp fyrir pólitíska flokkadrætti og muna að það er fólkið í landinu sem eru okkar bestu bandamenn. Fram undan eru miklar breytingar í þjóðfélaginu og stuðningskerfi bænda þarf að stokka upp fyrr en síðar. Þar er kyrrstaðan ekki í boði. Ég held að þetta verði stærst viðfangsefni bændahreyfingarinnar á næstu árum ásamt því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í loftslagsmálunum og stuðla að meiri gæðum og framleiðni í atvinnugreininni.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
0,62
2
307
SYN
0,43
5
27.378
KVIKA
0
21
378.941
EIK
0
2
2.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-3,1
31
391.296
EIM
-2,55
6
46.592
VIS
-1,9
1
500
SIMINN
-1,63
53
364.018
SJOVA
-1,52
7
33.924
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.