Framleiðni eða þjónusta, neytendur eða sjúklingar Drífa Snædal skrifar 13. ágúst 2021 16:26 Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun