Framleiðni eða þjónusta, neytendur eða sjúklingar Drífa Snædal skrifar 13. ágúst 2021 16:26 Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný ratar orðfæri markaðarins inn í umræður um heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Umræða um „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu minnir óneitanlega á þá tíma þegar stjórnmálamenn töluðu fyrir því að efla „kostnaðarvitund neytenda” og vísuðu þar til sjúklinga og annarra skjólstæðinga okkar sameiginlegu kerfa; veika og gamla fólksins sem átti að gera ábyrgt fyrir einstaka útgjöldum. Ef við ætlum að setja orðfæri markaðarins á heilbrigðismál þá litar það viðhorf, stefnumótun og að lokum ákvarðanir. Það er til dæmis ekkert mál að auka „framleiðni“ í heilbrigðisþjónustu og við þekkjum það frá markaðsdrifnum kerfum sem jafnframt eru þau dýrustu í heimi. Þar er til dæmis hægt að senda fólk í röntgen frá toppi til táar vegna magakveisu, það myndi auka „framleiðni“. Svo er hægt framleiða meira með því að bjóða öldruðum á hjúkrunarheimilum upp á bað oftar í viku og þá gegn rausnarlegri greiðslu. Eflaust er framleiðnin efst í huga á hjúkrunarheimilinu þar sem nú er farið að rukka fólk fyrir fylgd í klippingu eða fótsnyrtingu, sem þó er innan sömu byggingar. Með þessu markaðsorðfæri er sjónum líka beint frá því sem liggur í augum uppi: fjárframlög til heilbrigðismála hafa ekki aukist í takt við fjölgun sjúklinga. Okkur hefur fjölgað, fólk lifir lengur og þarf aukna þjónustu, auk þess sem álag vegna stóraukins fjölda ferðamanna síðustu ár hefur sett sitt mark á kerfin okkar. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að sjúkrarýmum miðað við íbúafjölda hér á landi hefur fækkað taktfast frá 2007 til 2019; úr 335 rýmum á hverja 100 þúsund íbúa í 227 rými. Hjúkrunarrýmum og endurhæfingarýmum hefur sömuleiðis fækkað verulega á sama tímabili ef miðað er við fólksfjölda. Og samhliða hefur verið dregið svo úr heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni að það er engin leið að skilja það öðruvísi en sem hreina mismunun eftir búsetu. Þegar stjórnmálamenn tala um heilbrigðiskerfið sem botnlausa hít er vert að hafa þetta í huga. Það er ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum sem tekist verður á um í aðdraganda kosninganna. Þar mun öllu máli skipta hvort við ræðum þau út frá markaðslegu sjónarhorni eða út frá heilbrigði og þjónustu fólks af holdi og blóði. Mörg verðum við veik á lífsleiðinni og þurfum á þjónustunni að halda og velflest verðum við einhvern tímann öldruð. Höfum það hugfast nú þegar við tökum stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Góða helgi. Höfundur er forseti ASÍ.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun