Viðskipti innlent

Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi

Eiður Þór Árnason skrifar
Keðjan rekur nú sex verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
Keðjan rekur nú sex verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Brauð & co

Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Skeljungs sem hefur nú aukið hlut sinn í vinsælu bakarískeðjunni í 38 prósent. Ár er síðan greint var frá því að orkufyrirtækið hefði eignast fjórðungshlut í Brauð & co og rekstrarfélagi Gló. Hefur Skeljungur nú eignast allt hlutafé í Gló ehf.

Húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180. Já.is

Samkvæmt fjárhagsuppgjöri Skeljungs nam hagnaður 292 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og vex um 156 prósent á milli ára. Framlegð nam 2.481 milljónum króna og hækkaði um 8,6% frá öðrum ársfjórðungi 2020. Þá lækkaði rekstrarkostnaður samstæðunnar um 5,8 prósent á milli ára.

Heildarsala eldsneytis jókst um tíu prósent en kórónuveirufaraldurinn hafði neikvæð áhrif á rekstur Skeljungs í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 nam hagnaður Skeljungs 461 milljón króna samanborið við 274 milljónir á fyrri helmingi 2020.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.