Viðskipti innlent

Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Loftmyndir frá Reykjavík
Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári.

Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra.

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir.

„Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.”

Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins.

„En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur.

Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir.

„Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli.

„Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.”





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×