Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Hilmar Harðarson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun