Viðskipti innlent

Advania festir kaup á Visolit og tvö­faldar starfs­manna­fjöldann

Eiður Þór Árnason skrifar
Advania á rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík.
Advania á rætur að rekja til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík. Advania

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit. Við kaupin tvöfaldast starfsmannafjöldinn og verður sameinað fyrirtæki með um 2.400 starfsmenn og 120 milljarða króna veltu, að sögn Advania.

Stefna stjórnendur á áframhaldandi öran vöxt og að gera Advania-samsteypuna að einu stærsta upplýsingatækifyrirtæki í Norður-Evrópu. Áætlað er að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2021 en þau eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Noregi og Svíþjóð. 

Þetta kemur fram í tilkynningu en Visolit er sagt vera leiðandi á sviði upplýsingatækni og skýjalausna á fyrirtækjamarkaði í Noregi og Svíþjóð. 

Fyrirtækinu verður dreifstýrt

Að sögn Advania verður sameinuðu fyrirtæki dreifstýrt til að tryggja þekkingu á þörfum viðskiptavina í hverju landi. Advania hefur komist að samkomulagi við IK Investment Partners, um kaupin á Visolit, af IK VII Fund og öðrum hluthöfum.

„Við erum stolt af uppbyggingu okkar á Visolit siðan 1997 og þeirri stöðu sem við höfum náð í Noregi og Svíþjóð. Með sameiningu við Advania hefjum við nýja og spennandi vegferð á norrænum markaði og getum gert enn betur við viðskiptavini okkar,” segir Terja Mjøs, forstjóri Visolit, í tilkynningu.

„Við erum full tilhlökkunar að sameinast Visolit og verða þannig enn öflugra upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum. Með því að sameina krafta okkar getum við boðið viðskiptavinahópi okkar beggja breiðari og betri þjónustu,“ segir Mikael Noaksson, forstjóri Advania á Norðurlöndunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×