Lykillinn að öllu Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun