Sport

Conor sagðist vilja borða börnin hans Khabibs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018.
Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018. getty/Hans Gutknecht

Í færslu á Twitter, sem hann hefur nú eytt, sagðist Conor McGregor vilja borða börn Khabibs Nurmagomedov.

Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur.

Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans.

Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni.

Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið.

„Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt.

Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.

Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.