Conor sagðist vilja borða börnin hans Khabibs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018. getty/Hans Gutknecht Í færslu á Twitter, sem hann hefur nú eytt, sagðist Conor McGregor vilja borða börn Khabibs Nurmagomedov. Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum. MMA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira
Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum.
MMA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira