Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 26. júlí 2021 14:01 Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun