Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er Andri Sigurðsson skrifar 23. júlí 2021 09:30 Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun