Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er Andri Sigurðsson skrifar 23. júlí 2021 09:30 Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun