Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 19:07 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.
Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira