Viðskipti innlent

Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt.
Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. aðsend

Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt.

„Við erum hæstánægð með að hafa opnað okkar fyrstu rafhleðslustöð. Þróunin á þessum markaði er gríðarlega spennandi, en í upphafi þessa árs voru seldir fleiri nýir bílar sem knúnir eru rafmagni en bensíni eða dísilolíu. Samkaup reka verslanir um land allt og við búumst við að þessari þjónustu verði vel tekið af okkar viðskiptavinum sem og ferðamönnum, erlendum og innlendum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Rafhleðslustöðvar fyrirtækisins eru að lágmarki 150 kílóvött og eingöngu hannaðar fyrir rafbíla sem geta hraðhlaðið.

„Það er mikið ánægjuefni að fá Ísorku í lið með okkur í orkuskiptunum. Við teljum þetta bæði mikilvægan en jafnframt eðlilegan þátt í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins,“ segir Gunnar Egill. 

„Þróunin virðist vera sú að rafknúnir bílar séu að sækja í sig veðrið og því mikilvægt að koma til móts við þær þarfir viðskiptavina okkar. Þar að auki er það stefna stjórnvalda að rafvæða samgöngur á Íslandi fyrir árið 2030 og við viljum leggja okkar af mörkum til hraðari orkuskipta og hreinni jarðar.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,04
10
16.251
ARION
2,03
22
403.934
FESTI
1
1
30.300
KVIKA
0,84
14
362.026
SIMINN
0,35
5
228.844

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-0,59
5
19.315
ISB
-0,46
39
43.503
EIK
0
1
21
EIM
0
1
25.025
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.