Vettel týndi rusl eftir Silverstone kappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 17:15 Skilaboð Sebastians Vettel fóru inn um annað og út um hitt hjá áhorfendum á Silverstone. Hann gerði samt sitt til að halda stúkunni hreinni eftir breska kappaksturinn. getty/Mark Thompson Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel lét hendur standa fram úr ermum eftir breska kappaksturinn í gær og hjálpaði til við að týna rusl á Silverstone. Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1. Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira