Heildarlaun lækkuðu í sumum starfsgreinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 10:32 Heildarlaun starfsfólks verslana lækkuðu milli áranna 2019 og 2020. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Vísir/vilhelm Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli áranna 2019 og 2020. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun fullvinnandi um 5,3% og því ljóst að stytting vinnutíma hefur haft áhrif á þróunina. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum. Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum.
Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent