Golf

Oosthuizen leiðir og hamfaradagur Phil Mickelson á fyrsta degi Opna breska

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Louis Oosthuizen er efstur eftir fyrsta dag Opna breska meistaramótsins á sex höggum undir pari.
Louis Oosthuizen er efstur eftir fyrsta dag Opna breska meistaramótsins á sex höggum undir pari. Chris Trotman/Getty Images

Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen leiðir á sex höggum undir pari, á meðan að Phil Mickelson fann engan veginn taktinn og rekur lestina.

Jordan Spieth og Brian Harman fylgja fast á hæla Oosthuizen á fimm höggum undir pari, en Harman fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holum dagsins.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 19.sæti á tveim höggum undir pari, ásamt tólf öðrum kylfingum.

Margir voru spenntir fyrir því að sjá Rory McIlroy í dag, en hann endaði daginn á pari og situr því 50.sæti ásamt 22 öðrum kylfingum.

Í maí síðastliðnum skráði Phil Mickelson sig í sögubækurnar þegar hann varð elsti kylfingurinn til að vinna risamót, mánuði fyrir 51 árs afmælið sitt. Hann fór hinsvegar ekki vel af stað í dag og eftir fimm holur var hann kominn með þrjá skolla og tvö pör.

Hann kórónaði svo slæman dag sinn með tvöföldum skolla og lauk því deginum á tíu höggum yfir pari. Hann er því í neðsta sæti ásamt Ástralanum Deyen Lawson.

Stöðutöfluna er að finna inni á heimasíðu PGA.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi meistarar í efstu sætum

Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.