Viðskipti innlent

Dag­ný ráðin fram­kvæmda­stjóri Ólafs Gísla­sonar & co.

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Dagný færir sig um set, frá Cintamani til Ólafs Gíslasonar & co.
Dagný færir sig um set, frá Cintamani til Ólafs Gíslasonar & co. Aðsend

Dagný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co., Eldvarnamiðstöðvarinnar og Rafborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Gíslasyni & co.

Dagný er með viðskiptafræðipróf frá Viðskipta- og tækniskólanum og kemur til Ólafs Gíslasonar & co. frá Cintamani, þar sem hún var framkvæmdastjóri. Þar áður var Dagný m.a. framkvæmdastjóri Iceland Travel Assistance og forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Vodafone.

“Þetta er fyrirtæki í góðum rekstri með flottan hóp innanborðs og ég hlakka til að stýra áframhaldandi uppbyggingu þess,” er haft eftir Dagnýju í tilkynningunni.

Ólafur Gíslason & co. var stofnað árið 1923 en árið 1974 keypti félagið Eldvarnamiðstöðina og Rafborg árið 1997. Félögin flytja inn eldvarnarbúnað fyrir slökkvilið landsins, heimili og fyrirtæki. Má þar meðal annars nefna sprengiefni, skúffu- og skjalaskápa, slökkvitæki og allar stærðir og gerðir af rafhlöðum.

„Ég hef áður unnið að öryggismálum á öðru formi en ég er að gera núna og það er að mörgu að huga í þessum efnum – enda öryggi okkur öllum nauðsynlegt. Við hjá Ólafi Gíslasyni & co. eigum fullt inni enda mikill hraði í geiranum og breytingar og nýjungar eftir því,“ er jafnframt haft eftir Dagnýju.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,52
1
101
REITIR
0,86
2
8.560
VIS
0,69
7
79.648
MAREL
0,53
16
101.968
KVIKA
0,52
22
84.877

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-0,72
2
581
SVN
-0,3
13
10.588
ICESEA
-0,3
1
168
BRIM
0
4
309
ISB
0
90
91.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.