Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri Jódís Skúladóttir skrifar 13. júlí 2021 15:30 Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun