Aldrei hafa jafn margar íbúðir selst yfir ásettu verði frá 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 09:16 Eftirspurn á fasteignamarkaði heldur áfram að aukast. Vísir/Vilhelm Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56
Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29