Handbolti

Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ólafur fer frá Svíþjóð til Frakklands.
Ólafur fer frá Svíþjóð til Frakklands. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl.

Handbolti.is greindi fyrst frá vistaskiptum Ólafs en Vísir hefur fengið tíðindin staðfest. Ólafur mun skrifa undir tveggja ára samning í Frakklandi.

Ólafur er 31 árs vinstri skytta og hefur verið fyrirliði Kristianstad í Svíþjóð undanfarin ár, þar sem hann hann hefur leikið frá 2015, en Ólafur var einnig leikmaður liðsins frá 2012 til 2014. Hann hefur áður leikið með Hannover-Burdorf í Þýskalandi og dönsku liðunum Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn, auk FH hér heima.

Montpellier lenti í öðru sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun leika í Meistaradeild Evrópu að ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.