Sigrar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 6. júlí 2021 09:30 Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun