Viðskipti innlent

Hafa samið um kaup Marels á Völku

Atli Ísleifsson skrifar
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel, og Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel, og Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku. Marel

Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað.

Í tilkynningu frá Marel segir að saman verði félögin enn betur í stakk búin til þess að umbylta fiskvinnslu í samstarfi við viðskiptavini.

„Marel stefnir að því að kaupa 100% hlut í Völku. Yfir 90% hluthafa Völku hafa samþykkt samning um kaupin, og verður eftirstandandi hluthöfum boðið að selja sinn hlut á sömu kjörum. Kaupin eruð háð hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Áætlað er að gengið verði frá kaupunum síðar á árinu,“ segir í tilkynningunni.

Helgi Hjálmarsson, stofnandi og forstjóri Völku mun taka við stöðu forstöðumanns vinnslulausna og halda áfram að vinna að nýsköpun hjá Marel.

„Valka er hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir hvítfisk og lax. Helgi Hjálmarsson stofnaði fyrirtækið árið 2003 og hefur síðan þá kynnt til sögunnar fjölmargar nýstárlegar fiskvinnslulausnir sem hefur verið vel tekið af markaðsaðilum. Vöruframboð félagsins inniheldur meðal annars vatnsskurðarvélar, snyrti- og flokkunarlínur. Valka er með um 17 milljónir evra í árstekjur, en hjá félaginu starfa samtals 105 starfsmenn á Íslandi og í Noregi.

Helstu atriði og tímasetningar viðskiptanna

Markmið Marel er að kaupa 100% af hlutafé Völku. Marel hefur samþykkt að kaupa yfir 90% af hlutafé Völku ehf. og mun bjóða öllum eftirstandandi hluthöfum að selja sinn hlut á sömu kjörum.

Kaupverðið er greitt 50% með reiðufé og 50% í Marel hlutabréfum, fyrir utan minni hluthafa sem býðst greiðsla með 100% reiðufé. Seljendur sem fá hlutabréf í Marel skuldbinda sig að eiga þau í 18 mánuði frá kaupunum.

Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og áætlað er að gengið verið frá kaupunum síðar á árinu. Kaupin eru fjármögnuð með sterku fjárstreymi, núverandi lánalínum og eigin hlutum,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.