Viðskipti innlent

Bætist í hóp eig­enda EY

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar S. Magnússon.
Gunnar S. Magnússon. EY

Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu.

Í tilkynningu segir að teymið vinni þvert á önnur svið EY og myndi sterk tengsl við alþjóðleg CCaSS (e. Climate Change and Sustainability Services) teymi EY, sérstaklega á Norðurlöndunum.

„Gunnar starfaði áður hjá Íslandsbanka en þar leiddi hann setningu nýrrar sjálfbærnistefnu og stýrði lykilverkefnum á sviði sjálfbærni svo sem í tengslum við uppsetningu á sjálfbærum fjármálaramma bankans og útgáfu á grænum skuldabréfum. Áður sinnti Gunnar fjárfestatengslum fyrir bankann.

Gunnar starfaði á árunum 2012-2017 við tæknilega fjármálaráðgjöf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC og þar áður starfaði hann við fjármálaráðgjöf hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Gunnar var um tíma stjórnarmaður í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og er með MSc í Evrópskri stjórnmála- hagfræði frá London School of Economics, BA próf í Alþjóðatengslum frá Gonzaga University og er löggiltur verðbréfamiðlari,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×