Viðskipti innlent

Krónan og Elko flytja í gamla Myllu­húsið í Skeifunni

Atli Ísleifsson skrifar
Verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar.
Verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar. Krónan

Krónan og Elko munu opna nýjar verslanir í Skeifunni 19 um mitt næsta ár. Um er að ræða gamla Mylluhúsið sem er í gagngerri enduruppbyggingu, en verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar.

Í tilkynningu frá Krónunni segir að Krónan og Elko reki nú þegar verslanir í Skeifunni – Elko í Skeifunni 7 og Krónan í Skeifunni 11. Segir að nýja húsnæðið muni bjóða upp á talsvert stærri verslanir með auknu vöruúrvali og góðu aðgengi.

Haft er eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Skeifan sé eitt öflugasta verslunarsvæði landsins og flutningur í enn stærra húsnæði geri fyrirtækinu kleyft að auka verulega við vöruúrvalið og þjónustu á svæðinu. Verði þarna ein stærsta verslun Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er haft eftir Gesti Hjaltasyni, framkvæmdastjóra Elko, að verslunin í Skeifunni hafi opnað 2004 og nýja verslunin verði ein glæsilegasta raftækjaverslun landsins. „[E]n hún verður sett upp í nýju útliti líkt og sjá má í verslunum ELKO á Akureyri og í Leifsstöð. Aukinn fermetrafjöldi kemur til með að hjálpa okkur að bæta enn frekar þjónustu og vöruúrval við okkar trausta hóp viðskiptavina,“ segir Gestur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×