Formúla 1

Verstappen með 18 stiga forskot eftir sigur dagsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen kom, sá og sigraði í Steyru­fjallakapp­akstr­in­um í dag.
Max Verstappen kom, sá og sigraði í Steyru­fjallakapp­akstr­in­um í dag. Bryn Lennon/Getty Images

Max Verstappen er nú með 18 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Verstappen sigraði Steryufjallakappaksturinn í dag með nokkrum yfirburðum.

Þetta var annar sigur Verstappen, og fjórði sigur Red Bull liðsins í röð. Verstappen er nú með 156 stig í stigakeppni ökumanna, en Hamilton er með 138.

Það er erfitt að segja að kappakstur dagsins hafi verið spennandi, en Verstappen vann með nokkrum yfirburðum. 

Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, bauð upp á mestu spennu dagsins. Hann skaddaði framvænginn á fyrsta hring og féll niður í neðsta sæti. Leclerc barðist hetjulega og klóraði sig upp listann. Hann endaði að lokum í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×