Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:01 Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Borgin sendi ON bréf í dag um að slökkt yrði á stöðvunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber. Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber.
Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira