Orð og kyn Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 24. júní 2021 14:15 Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslensk tunga Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun