Viðskipti innlent

Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir bankastjóri þegar Íslandsbanki var skráður á markað í Kauphöllinni í gær.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir bankastjóri þegar Íslandsbanki var skráður á markað í Kauphöllinni í gær. Vísir/Arnar

Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær.

Á listanum er að finna tuttugu og einn stærstu hluthafa bankans sem eiga samtals 83 prósent í bankanum. Eignarhlutur ríkissjóðs nemur alls 65 prósentum. 

Næststærsti hluthafi bankans er fjárfestingafélagið Capital World með eignarhlut upp á 3,8 prósent. Þá eru bæði Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með eignarhlut upp á 2,3 prósent hvor um sig.

Fimm aðrir lífeyrissjóðir eiga sæti á listanum: Almenni lífeyrissjóðurinn, Brú lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Birta lífeyrissjóður, með eignarhlutfall frá 0,3-0,8 prósent.

Vakin er athygli á því að hlutabréf bankans hafa verið tekin til viðskipta og kann hluthafalistinn því að hafa tekið breytingum.

Hér má sjá listann í heild sinni:

 1. Ríkissjóður Íslands - 65%
 2. Capital World - 3,8%
 3. Gildi lífeyrissjóður - 2,3%
 4. Lífeyrissjóður verzlunarmanna - 2,3%
 5. RWC asset advisors US - 1,5%
 6. LSR A-deild - 1,2%
 7. Almenni lífeyrissjóðurinn - 0,8%
 8. Mainfirst affiliated fund managers - 0,8%
 9. Silver Point Capital - 0,6%
 10. Eaton Vance Management - 0,6%
 11. Brú lífeyrissjóður - 0,5%
 12. Stapi lífeyrissjóður - 0,4%
 13. IS EQUUS Hlutabréf - 0,4%
 14. IS Hlutabréfasjóðurinn - 0,4%
 15. Frankling Templeton Investment Management - 0,4%
 16. Premier fund managers - 0,4%
 17. Frjálsi lífeyrissjóðurinn - 0,3%
 18. LSR B-deild - 0,3%
 19. Birta lífeyrissjóður - 0,3%
 20. Fiera Capital - 0,3%
 21. Schroder Investments Management -0,3%

Tengdar fréttir

Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður

Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum.

Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins

Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,04
14
23.821
ARION
1,72
25
408.969
FESTI
1
1
30.300
MAREL
0,11
13
242.505
SJOVA
0
1
3.750

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-0,59
5
19.315
EIM
-0,52
2
25.075
KVIKA
-0,42
17
364.069
SIMINN
-0,17
7
286.759
SJOVA
0
1
3.750
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.