Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira