Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Kristján lætur störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Kristján lætur störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira