Viðskipti erlent

Vildi hætta strax og fá laun í eitt og hálft ár

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jacob Schram entist ekki lengi í starfi sem forstjóri Norwegian.
Jacob Schram entist ekki lengi í starfi sem forstjóri Norwegian. EPA/Vidar ruud

Flug­fé­lagið Norwegian hefur á­kveðið að láta Jacob Schram, for­stjóra fyrir­tækisins, vinna út allan upp­sagnar­frest sinn en honum var sagt upp í gær­morgun eftir að­eins eitt og hálft ár í starfi.

Upp­sagnar­fresturinn er níu mánaða langur og á Schram síðan rétt á launum í fimm­tán mánuði til við­bótar eftir hann. Norwegian bað hann um að falla frá kröfu um svo miklar launa­greiðslur.

Hann gerði fé­laginu þá gagn­til­boð um að hann hætti störfum sínum strax og fengi að­eins greidd laun í á­tján mánuði, eða eitt og hálft ár, í stað þeirra tveggja ára sem hann á rétt á.

Sam­kvæmt frétt norska miðilsins Dagens Næringsliv gat stjórn Norwegian ekki fallist á kröfur Schrams og verður hann því að vinna sem for­stjóri flug­fé­lagsins næstu níu mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ISB
3,64
144
219.838
SKEL
3,35
3
34.200
EIK
2,71
7
83.793
SYN
1,83
5
20.798
ARION
1,22
55
1.012.033

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,95
71
62.862
FESTI
-0,74
8
158.452
ORIGO
-0,72
8
186.639
SVN
-0,15
9
6.587
ICESEA
0
5
29.250
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.