Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 18:31 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefst næsta mánudag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 miðvikudaginn 30. júní. Arion banki sér um útboðið en félagið verður skráð á First North markaðinn. Solid Clouds þróar tæknigrunn sem má nota til framleiðslu fjölspilunartölvuleikja og framleiðir eigin leiki. Í fyrra var fyrsti leikur félagsins gefinn út en hann ber heitið Starborne: Sovereign Space og er herkænskuleikur sem gerist í geimnum. Útboðsgengi bréfanna verður 12,5 krónur og verða tvær áskriftaleiðir í boði fyrir fjárfesta; A- og B-leið. Þær eru ólíkar með tilliti til stærðar áskrifta en A-leiðin er í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 15 milljóna en B-leiðin fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir hærri upphæðir. Alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta. Þeir sem eru með skattalegt heimilisfesti á Íslandi og fara í áskritarbók A fyrir að lágmarki 300 þúsund uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sínum fyrir allt að 75 prósentum af fjárfestingunni. Það er þó að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin að lágmarki í þrjú ár. Tölvuleikurinn Starborne fór vel af stað en rétt um 400 þúsund manns frá 150 löndum hafa hlaðið honum niður. Solid Clouds var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni, fyrrum forstjóra CCP. Næsti leikur fyrirtækisins á að koma út á næsta ári. Nýsköpun Tækni Solid Clouds Tengdar fréttir Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41 Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Solid Clouds þróar tæknigrunn sem má nota til framleiðslu fjölspilunartölvuleikja og framleiðir eigin leiki. Í fyrra var fyrsti leikur félagsins gefinn út en hann ber heitið Starborne: Sovereign Space og er herkænskuleikur sem gerist í geimnum. Útboðsgengi bréfanna verður 12,5 krónur og verða tvær áskriftaleiðir í boði fyrir fjárfesta; A- og B-leið. Þær eru ólíkar með tilliti til stærðar áskrifta en A-leiðin er í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 15 milljóna en B-leiðin fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir hærri upphæðir. Alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta. Þeir sem eru með skattalegt heimilisfesti á Íslandi og fara í áskritarbók A fyrir að lágmarki 300 þúsund uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sínum fyrir allt að 75 prósentum af fjárfestingunni. Það er þó að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin að lágmarki í þrjú ár. Tölvuleikurinn Starborne fór vel af stað en rétt um 400 þúsund manns frá 150 löndum hafa hlaðið honum niður. Solid Clouds var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni, fyrrum forstjóra CCP. Næsti leikur fyrirtækisins á að koma út á næsta ári.
Nýsköpun Tækni Solid Clouds Tengdar fréttir Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41 Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41
Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent