Sögulegur sigur Atlanta sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:16 Trae Young hefur verið einn besti leikmaður úrslitakeppninnar. getty/Tim Nwachukwu Atlanta Hawks er komið í úrslit Austurdeildar NBA eftir sigur á Philadelphia 76ers, 96-103, í oddaleik í nótt. Þetta var fyrsti sigur Atlanta á útivelli í oddaleik í sögu félagsins, í tíundu tilraun. Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira