Sögulegur sigur Atlanta sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:16 Trae Young hefur verið einn besti leikmaður úrslitakeppninnar. getty/Tim Nwachukwu Atlanta Hawks er komið í úrslit Austurdeildar NBA eftir sigur á Philadelphia 76ers, 96-103, í oddaleik í nótt. Þetta var fyrsti sigur Atlanta á útivelli í oddaleik í sögu félagsins, í tíundu tilraun. Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira