Bílar

McLaren F1 ekinn um 400 km, verð 1,9 milljarðar króna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
McLaren F1.
McLaren F1.

Ofurbíllinn McLaren F1 er táknmynd ofurbíla frá tíunda áratugnum. Það er einn slíkur til sölu á uppboði og áætlað verð er 15 milljónir dollara hjá uppboðshúsinu Gooding & Company.

Bíllinn sem um ræðir er einstakur meðal fremur einstakra jafningja því hann hefur einungis verið keyrður um 400 kílómetra. Hann er einn af 106 F1 sem framleiddir voru.

Hann er nánast í fullkomnu ástandi og hann er í því ástandi sem hann kom fyrst í. Þetta er eiginlega tímavél sem getur ferðast á 349 km/klst. og ekur á Goodyear Eagle F1 dekkjum. Þetta er bíll númer 29, sá 25. sem fór á götuna og var sá eini sem var málaður Creighton brúnn.

Reffilegur F1.

Upprunalega var bíllinn í einkasafni og staðsettur í Japan, en honum var vel við haldið og sjaldan ekið. Núverandi eigandi býr í Bandaríkjunum en hefur haldið áfram að hugsa vel um bílinn og ekki aka honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.