Golf

Guðrún og Sverrir sigurvegarar í Þorlákshöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún og Sverrir með bikarana.
Guðrún og Sverrir með bikarana. mynd/gsi/seth

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr GK, og Sverrir Haraldsson, úr GM, stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni sem fór fram í Þorlákshöfn um helgina.

Átta liða úrslitin fóru fram í gær en undanúrslitin voru leikin í morgun og úrslitin kláruðust svo nú síðdegis í dag.

Kvennamegin vann Guðrún Brá Bjögvinsdóttir með fjórum en einvígið kláraðist þar af leiðandi á fimmtándu holunni.

Í leiknum um þriðja sætið hafði Hulda Clara Gestsdóttir betur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur og kláraðist það einvígi á sautjándu.

Í úrslitaleiknum karlamegin hafði Sverrir Haraldsson betur gegn Lárusi Inga Antonssyni með tveimur holum.

Í viðureigninni um bronsið hafði Andri Þór Björnsson betur gegn Andra Má Óskarssyni eftir bráðabana.

Sigurvegararnir í dag.mynd/gsiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.