Smitten fær 330 milljóna fjármögnun til útrásar í Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 11:34 Smitten-teymið telur nú tíu. Smitten Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 25 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu. Norræni sjóðurinn byFounders leiddi seed hlutafjáraukninguna í Smitten, en meðal annarra fjárfesta í lotunni eru PROfounders, Inventures, íslenski sjóðurinn Brunnur Ventures, Tiny.vc auk nokkurra engla. Þeir Heini Zachariassen, framkvæmdastjóri og stofnandi Vivino, og Joe Bond, fjárfestir hjá PROfounders, taka sæti í stjórn félagsins fyrir hönd fjárfesta. Jóhann Tómas Sigurðsson, fjárfestir hjá Investa, stígur til hliðar úr stjórninni. „Smitten fer út fyrir ramma hefðbundinnar upplifunar af stefnumótaþjónustu og gerir notendum kleift að eiga samskipti á skemmtilegan og gagnvirkan hátt, sem eykur líkurnar á þýðingarmiklum samböndum og að kynnast áhugaverðu fólki. Með jafn öfluga stofnendur að baki þessarar einstöku vöru var mjög auðveld ákvörðun fyrir okkur að fjárfesta í Smitten. Við erum handviss um að Smitten geti orðið leiðandi afl á markaði. Við erum svo viss að það tók okkur bara fáeinar klukkustundir að senda þeim tilboð eftir að við hittum þá fyrst,“ segir Sebastian Johansson, fjárfestir hjá byFounders, í tilkynningu. byFounders hafi verið sérstaklega hrifin af því hvernig Smitten gerir notendum kleift að búa til sína eigin skapandi og gagnvirka prófíla, sem gerir ferlið að kynnast nýju fólki á appinu óvenju skemmtilegt og spennandi. „Notkunargögnin okkar eru nú þegar á svipuðum slóðum og hjá Tinder og öðrum keppinautum, en við erum rétt búin að klóra í yfirborðið við að ítra Smitten og gera appið betra. Með kraftmiklu teymi, frábæra fjárfesta og þessu nýja fjármagni höfum við skapað yfirburða tækifæri til þess að gera Smitten að leiðandi afli á stefnumótamarkaðnum,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Með fjárfestingunni áætlar Smitten að gefa út appið á nýjum mörkuðum í Evrópu og þá helst í Norðurlöndunum til að byrja með. Hjá Smitten störfuðu einungis þrír starfsmenn þar til í síðasta mánuði, en teymið er nú orðið tíu talsins. Nýr Vaxtarstjóri (e. Chief Growth Officer) Smitten er Hannes Agnarsson Johnson, sem áður vann hjá CCP og Plain Vanilla. „Smitten er magnað tækifæri sem ég varð að hoppa á. Gögnin sýna nú þegar að við eigum möguleika á að keppa við stóru risana á markaðnum og ég get ekki beðið eftir að blása í stríðslúðrana og ýta enn meira undir vöxt Smitten,“ segir Hannes. Smitten, sem mætti lýsa sem blöndu af stefnumóta-appi, tölvuleik, samfélagsmiðli og afþreyingarvöru, mætir kröfum núll-kynslóðarinnar (Generation Z, 1997-2015), sem mætti segja að séu með afþreyingu í blóðinu. Þessi kynslóð hefur aldrei upplifað heiminn án internetsins og samfélagsleg staða hennar er að hluta bundin við fjölda fylgjenda og afreka í netheimum. Kynjahlutfall notenda Smitten er um 54% karlmenn og 46% konur. 20% notenda eru 18 ára en lang stærstur hluti notenda á Smitten er yngri en 25 ára. Þrátt fyrir að Smitten sé ætlað að verða stefnumóta-app núll-kynslóðarinnar virðast notendur á öllum aldri kunna vel að meta áhugaverða nálgun appsins. „Það er nánast á hverjum degi sem við fáum skilaboð frá ánægðum notendum sem segja Smitten vera miklu skemmtilegra en Tinder,“ segir Davíð. „Eftir átta ár af því að búa til og gefa út samfélagsmiðla-öpp til þess að tengja saman fólk, hlýnar okkur mikið um hjartarætur að fá svona skilaboð.“ Ástin og lífið Stafræn þróun Nýsköpun Tengdar fréttir Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Norræni sjóðurinn byFounders leiddi seed hlutafjáraukninguna í Smitten, en meðal annarra fjárfesta í lotunni eru PROfounders, Inventures, íslenski sjóðurinn Brunnur Ventures, Tiny.vc auk nokkurra engla. Þeir Heini Zachariassen, framkvæmdastjóri og stofnandi Vivino, og Joe Bond, fjárfestir hjá PROfounders, taka sæti í stjórn félagsins fyrir hönd fjárfesta. Jóhann Tómas Sigurðsson, fjárfestir hjá Investa, stígur til hliðar úr stjórninni. „Smitten fer út fyrir ramma hefðbundinnar upplifunar af stefnumótaþjónustu og gerir notendum kleift að eiga samskipti á skemmtilegan og gagnvirkan hátt, sem eykur líkurnar á þýðingarmiklum samböndum og að kynnast áhugaverðu fólki. Með jafn öfluga stofnendur að baki þessarar einstöku vöru var mjög auðveld ákvörðun fyrir okkur að fjárfesta í Smitten. Við erum handviss um að Smitten geti orðið leiðandi afl á markaði. Við erum svo viss að það tók okkur bara fáeinar klukkustundir að senda þeim tilboð eftir að við hittum þá fyrst,“ segir Sebastian Johansson, fjárfestir hjá byFounders, í tilkynningu. byFounders hafi verið sérstaklega hrifin af því hvernig Smitten gerir notendum kleift að búa til sína eigin skapandi og gagnvirka prófíla, sem gerir ferlið að kynnast nýju fólki á appinu óvenju skemmtilegt og spennandi. „Notkunargögnin okkar eru nú þegar á svipuðum slóðum og hjá Tinder og öðrum keppinautum, en við erum rétt búin að klóra í yfirborðið við að ítra Smitten og gera appið betra. Með kraftmiklu teymi, frábæra fjárfesta og þessu nýja fjármagni höfum við skapað yfirburða tækifæri til þess að gera Smitten að leiðandi afli á stefnumótamarkaðnum,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Með fjárfestingunni áætlar Smitten að gefa út appið á nýjum mörkuðum í Evrópu og þá helst í Norðurlöndunum til að byrja með. Hjá Smitten störfuðu einungis þrír starfsmenn þar til í síðasta mánuði, en teymið er nú orðið tíu talsins. Nýr Vaxtarstjóri (e. Chief Growth Officer) Smitten er Hannes Agnarsson Johnson, sem áður vann hjá CCP og Plain Vanilla. „Smitten er magnað tækifæri sem ég varð að hoppa á. Gögnin sýna nú þegar að við eigum möguleika á að keppa við stóru risana á markaðnum og ég get ekki beðið eftir að blása í stríðslúðrana og ýta enn meira undir vöxt Smitten,“ segir Hannes. Smitten, sem mætti lýsa sem blöndu af stefnumóta-appi, tölvuleik, samfélagsmiðli og afþreyingarvöru, mætir kröfum núll-kynslóðarinnar (Generation Z, 1997-2015), sem mætti segja að séu með afþreyingu í blóðinu. Þessi kynslóð hefur aldrei upplifað heiminn án internetsins og samfélagsleg staða hennar er að hluta bundin við fjölda fylgjenda og afreka í netheimum. Kynjahlutfall notenda Smitten er um 54% karlmenn og 46% konur. 20% notenda eru 18 ára en lang stærstur hluti notenda á Smitten er yngri en 25 ára. Þrátt fyrir að Smitten sé ætlað að verða stefnumóta-app núll-kynslóðarinnar virðast notendur á öllum aldri kunna vel að meta áhugaverða nálgun appsins. „Það er nánast á hverjum degi sem við fáum skilaboð frá ánægðum notendum sem segja Smitten vera miklu skemmtilegra en Tinder,“ segir Davíð. „Eftir átta ár af því að búa til og gefa út samfélagsmiðla-öpp til þess að tengja saman fólk, hlýnar okkur mikið um hjartarætur að fá svona skilaboð.“
Ástin og lífið Stafræn þróun Nýsköpun Tengdar fréttir Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02
Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12
Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26