Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. maí 2021 07:02 F.v.: Magnús Ólafsson, Ásgeir Vísir og Davíð Örn Símonarson. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. Davíð Örn Símonarson stofnaði Smitten með Ásgeir og bendir á að í raun eigi það betur við að kalla Smitten afþreyingarapp fyrir einhleypa frekar en stefnumótaapp. Og þá hafi það þegar sannast að Smitten sé mun skemmtilegra en Tinder. Á síðastliðnum áratug hafa stofnendur Smitten unnið og fylgt eftir ýmsum nýsköpunarverkefnum, nú síðast Smitten stefnumóta- og/eða afþreyingarappinu sem um tuttugu þúsund manns á Íslandi hafa hlaðið niður. Smitten var stofnað árið 2018 og í dag starfa þar níu manns. Tinder: Gamaldags og leiðinlegt? Ásgeir Vísir og Davíð hafa síðastliðin rúm átta ár unnið að ýmsum nýsköpunarverkefnum saman. Öll hafa þau gengið út á að tengja saman fólk: samfélagsmiðla-appið Blendin, Watchbox, Watchbox for work og hið alvörugefna stefnumóta-app The One. Að því síðastnefnda stóð Magnús Ólafsson tæknistjóri Smitten líka að því að þróa, en hann bættist fljótlega í hópinn með Ásgeir og Davíð. Þegar Smitten var kynnt til sögunnar í fyrra, lýstu þeir félagar því strax yfir að markmiðið væri að taka við kyndlinum af Tinder. En hvers vegna að búa til Smitten fyrst Tinder var orðið til sem svona vinsælt app? „Tinder kom út árið 2012 og er því orðið um níu ára gamalt app. Bransinn hefur þróast mikið frá því að fyrsta netvædda stefnumótaþjónustan fór af stað árið 1995 en það var þegar að match.com lénið var skráð,“ segir Davíð. Með Match.com stækkaði stefnumótalaugin verulega árið 1995 því allt í einu gat fólk leyst úr einu stærsta vandamáli ástleitinna einstaklinga: Að kynnast! Að sögn Ásgeirs og Davíðs átti Match.com markaðinn næstu árin á eftir. Eða allt þar til Tinder kom á markaðinn. Með Tinder var stefnumótunarþjónustan orðin meira sérsniðin. Ekki var lengur hægt að senda bara öllum skilaboð eins og hægt var á Match.com heldur þurfti fólk sjálfviljugt að vilja tengjast. Þetta þýðir að á Tinder þurfa báðir aðilar að vera samþykkir því að vilja kynnast. Svona rétt eins og gildir um vinabeiðnir á Facebook og víðar. Að mati Ásgeirs og Davíðs, sýnir Tinder merki um það í dag að vera orðið svolítið gamaldags og þreytt í hugum notenda. „Í dag er vandamálið tvíþætt, annarsvegar að fólk talar ekki saman, þó það verði til tenging, og hins vegar að eftir svolítinn tíma fer þetta að líkjast vinnu, frekar en einhverju sem er skemmtilegt að gera,“ segir Ásgeir og Davíð bætir við: Smitten gerir notendum jafn auðvelt að byrja áhugavert samtal og að ,,læka“ hvort annað á öðrum stefnumóta-öppum. Bæði notendur okkar og tölurnar tala sínu máli, en gögnin sýna að varan er nú þegar á heimsklassa og endurgjöf notenda er nánast undantekningarlaust að Smitten sé skemmtilegra en Tinder.“ Smitten er afþreyingarapp fyrir einhleypa sem Ásgeir og Davíð segja mun skemmtilegra en Tinder samkvæmt umsögnum notenda.Vísir/Smitten Með 17 stefnumóta-öpp í símanum Davíð og Ásgeir segja þróun Smitten í fullum gangi og að nú standi appið á vegamótum þar sem fjórir heimar eru að mætast: Stefnumótaþjónusta Tölvuleikir Samfélagsmiðlar Afþreying. „Við lítum ekki á Smitten sem stefnumóta-app í sjálfu sér, heldur afþreyingar-app fyrir einhleypa, en við erum enn að þreifa fyrir okkur hvað það þýðir nákvæmlega,“ segir Davíð. Að sögn þeirra félaga, hafa flestir sem hafa verið einhleypir á síðustu átta árum eða svo, prófað Tinder. Þeir sem standa að Smitten eru engin undantekning á því. Það var auðvitað skrýtið fyrir kærusturnar okkar að vita af því að við erum með um 17 stefnumótaforrit á símanum, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvað samkeppnin er að gera og hvert bransinn er að stefna,“ segir Ásgeir. Því að mati þeirra félaga, liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig stefnumóta-öpp munu í rauninni þróast og skilgreina sig til framtíðar. Davíð, Magnús og Ásgeir unnu einnig saman að hinu alvörugefna stefnumóta-appi The One hér um árið. Í dag hafa þeir sameinað krafta sína til að þróa afþreyingar-appið Smitten þar sem markmiðið er að skáka Tinder.Vísir/Vilhelm Stefna hátt og að allir njóti Davíð og Ásgeir segja fyrri reynslu sína af eldri nýsköpunarverkefnum nýtast vel við rekstur og þróun Smitten. ,,Það er ekkert til sem heitir einnar nætur árangur eða eins og oft er sagt á ensku: ,,Overnight success.“ Það hefur í raun tekið rúm átta ár, fimm öpp og marga tugi milljóna að gefa út Smitten,“ segir Davíð og bætir við: ,,Við hefðum aldrei getað gefið út Smitten nema af því að við höfum verið svo heppnir að fá tækifæri til að læra af mistökunum okkar og halda áfram.“ Þá segja þeir félagar að þótt Smitten stefni að víðtækri dreifingu um allan heim, sé Ísland góður staður til að gefa út ný öpp. Í dag stendur Smitten á þeim vegamótum þar sem fjórir heimar mætast: Stefnumótaþjónusta, Tölvuleikirm Samfélagsmiðlar og Afþreying.Vísir/Smitten Þannig sé Ísland ódýrari og einfaldari markaðurinn til að byggja upp notkun og læra af viðtökum á einum afmörkuðum stað þar sem markhópurinn er frekar nálægur. Að geta staðið fyrir nýsköpun á Íslandi sé þó aðeins hægt ef stuðningurinn er til staðar fyrir frumkvöðlana sjálfa. Þar segir Ásgeir þá félaga vera heppna. „Við verið heppnir með fjárfesta og maka sem hafa haft trú á okkur sem teymi og við fengið tækifæri til þess að elta draumana okkar, þó að oft á tíðum hafi verkefnin ekki gengið upp,“ segir Ásgeir. Í dag eru allir starfsmenn Smitten hluthafar. „Smitten verður aldrei betra en þeir sem vinna hjá fyrirtækinu og við trúum því að þeir sem taka þátt í ævintýrinu eigi ekki bara að fá samkeppnishæf laun, heldur einnig hlut í fyrirtækinu. Þess vegna eru eigendur fyrirtækisins allir sem vinna hjá fyrirtækinu,“ segir Davíð en skýrir út að enn séu stofnendur aðaleigendur félagsins. Hugmyndin er hins vegar að allir njóti góðs af velgengninni síðar. „Það er á ábyrgð okkar allra að gera vöruna framúrskarandi og þegar fyrirtækið fer á markað eða verður selt, þá eiga starfsmenn að fá hluta af ágóðanum,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir mikinn uppgang og hug í Smitten þessi dægrin. Að standa að nýsköpun og hafa þrautseigjuna til að fylgja þeirri nýsköpun eftir, taki á en nýsköpun kalli líka á ákveðna ástríðu: „Það eru svo óendanlega margir hlutir sem þurfa að koma saman til þess að búa til vöru sem fólk elskar og fyrirtæki sem fólk þráir að vinna fyrir," segir Davíð og Ásgeir bætir við: „Síðustu ár hafa kennt okkur margt og vegferðin framundan mun kenna okkur ennþá meira!“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Davíð Örn Símonarson stofnaði Smitten með Ásgeir og bendir á að í raun eigi það betur við að kalla Smitten afþreyingarapp fyrir einhleypa frekar en stefnumótaapp. Og þá hafi það þegar sannast að Smitten sé mun skemmtilegra en Tinder. Á síðastliðnum áratug hafa stofnendur Smitten unnið og fylgt eftir ýmsum nýsköpunarverkefnum, nú síðast Smitten stefnumóta- og/eða afþreyingarappinu sem um tuttugu þúsund manns á Íslandi hafa hlaðið niður. Smitten var stofnað árið 2018 og í dag starfa þar níu manns. Tinder: Gamaldags og leiðinlegt? Ásgeir Vísir og Davíð hafa síðastliðin rúm átta ár unnið að ýmsum nýsköpunarverkefnum saman. Öll hafa þau gengið út á að tengja saman fólk: samfélagsmiðla-appið Blendin, Watchbox, Watchbox for work og hið alvörugefna stefnumóta-app The One. Að því síðastnefnda stóð Magnús Ólafsson tæknistjóri Smitten líka að því að þróa, en hann bættist fljótlega í hópinn með Ásgeir og Davíð. Þegar Smitten var kynnt til sögunnar í fyrra, lýstu þeir félagar því strax yfir að markmiðið væri að taka við kyndlinum af Tinder. En hvers vegna að búa til Smitten fyrst Tinder var orðið til sem svona vinsælt app? „Tinder kom út árið 2012 og er því orðið um níu ára gamalt app. Bransinn hefur þróast mikið frá því að fyrsta netvædda stefnumótaþjónustan fór af stað árið 1995 en það var þegar að match.com lénið var skráð,“ segir Davíð. Með Match.com stækkaði stefnumótalaugin verulega árið 1995 því allt í einu gat fólk leyst úr einu stærsta vandamáli ástleitinna einstaklinga: Að kynnast! Að sögn Ásgeirs og Davíðs átti Match.com markaðinn næstu árin á eftir. Eða allt þar til Tinder kom á markaðinn. Með Tinder var stefnumótunarþjónustan orðin meira sérsniðin. Ekki var lengur hægt að senda bara öllum skilaboð eins og hægt var á Match.com heldur þurfti fólk sjálfviljugt að vilja tengjast. Þetta þýðir að á Tinder þurfa báðir aðilar að vera samþykkir því að vilja kynnast. Svona rétt eins og gildir um vinabeiðnir á Facebook og víðar. Að mati Ásgeirs og Davíðs, sýnir Tinder merki um það í dag að vera orðið svolítið gamaldags og þreytt í hugum notenda. „Í dag er vandamálið tvíþætt, annarsvegar að fólk talar ekki saman, þó það verði til tenging, og hins vegar að eftir svolítinn tíma fer þetta að líkjast vinnu, frekar en einhverju sem er skemmtilegt að gera,“ segir Ásgeir og Davíð bætir við: Smitten gerir notendum jafn auðvelt að byrja áhugavert samtal og að ,,læka“ hvort annað á öðrum stefnumóta-öppum. Bæði notendur okkar og tölurnar tala sínu máli, en gögnin sýna að varan er nú þegar á heimsklassa og endurgjöf notenda er nánast undantekningarlaust að Smitten sé skemmtilegra en Tinder.“ Smitten er afþreyingarapp fyrir einhleypa sem Ásgeir og Davíð segja mun skemmtilegra en Tinder samkvæmt umsögnum notenda.Vísir/Smitten Með 17 stefnumóta-öpp í símanum Davíð og Ásgeir segja þróun Smitten í fullum gangi og að nú standi appið á vegamótum þar sem fjórir heimar eru að mætast: Stefnumótaþjónusta Tölvuleikir Samfélagsmiðlar Afþreying. „Við lítum ekki á Smitten sem stefnumóta-app í sjálfu sér, heldur afþreyingar-app fyrir einhleypa, en við erum enn að þreifa fyrir okkur hvað það þýðir nákvæmlega,“ segir Davíð. Að sögn þeirra félaga, hafa flestir sem hafa verið einhleypir á síðustu átta árum eða svo, prófað Tinder. Þeir sem standa að Smitten eru engin undantekning á því. Það var auðvitað skrýtið fyrir kærusturnar okkar að vita af því að við erum með um 17 stefnumótaforrit á símanum, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvað samkeppnin er að gera og hvert bransinn er að stefna,“ segir Ásgeir. Því að mati þeirra félaga, liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig stefnumóta-öpp munu í rauninni þróast og skilgreina sig til framtíðar. Davíð, Magnús og Ásgeir unnu einnig saman að hinu alvörugefna stefnumóta-appi The One hér um árið. Í dag hafa þeir sameinað krafta sína til að þróa afþreyingar-appið Smitten þar sem markmiðið er að skáka Tinder.Vísir/Vilhelm Stefna hátt og að allir njóti Davíð og Ásgeir segja fyrri reynslu sína af eldri nýsköpunarverkefnum nýtast vel við rekstur og þróun Smitten. ,,Það er ekkert til sem heitir einnar nætur árangur eða eins og oft er sagt á ensku: ,,Overnight success.“ Það hefur í raun tekið rúm átta ár, fimm öpp og marga tugi milljóna að gefa út Smitten,“ segir Davíð og bætir við: ,,Við hefðum aldrei getað gefið út Smitten nema af því að við höfum verið svo heppnir að fá tækifæri til að læra af mistökunum okkar og halda áfram.“ Þá segja þeir félagar að þótt Smitten stefni að víðtækri dreifingu um allan heim, sé Ísland góður staður til að gefa út ný öpp. Í dag stendur Smitten á þeim vegamótum þar sem fjórir heimar mætast: Stefnumótaþjónusta, Tölvuleikirm Samfélagsmiðlar og Afþreying.Vísir/Smitten Þannig sé Ísland ódýrari og einfaldari markaðurinn til að byggja upp notkun og læra af viðtökum á einum afmörkuðum stað þar sem markhópurinn er frekar nálægur. Að geta staðið fyrir nýsköpun á Íslandi sé þó aðeins hægt ef stuðningurinn er til staðar fyrir frumkvöðlana sjálfa. Þar segir Ásgeir þá félaga vera heppna. „Við verið heppnir með fjárfesta og maka sem hafa haft trú á okkur sem teymi og við fengið tækifæri til þess að elta draumana okkar, þó að oft á tíðum hafi verkefnin ekki gengið upp,“ segir Ásgeir. Í dag eru allir starfsmenn Smitten hluthafar. „Smitten verður aldrei betra en þeir sem vinna hjá fyrirtækinu og við trúum því að þeir sem taka þátt í ævintýrinu eigi ekki bara að fá samkeppnishæf laun, heldur einnig hlut í fyrirtækinu. Þess vegna eru eigendur fyrirtækisins allir sem vinna hjá fyrirtækinu,“ segir Davíð en skýrir út að enn séu stofnendur aðaleigendur félagsins. Hugmyndin er hins vegar að allir njóti góðs af velgengninni síðar. „Það er á ábyrgð okkar allra að gera vöruna framúrskarandi og þegar fyrirtækið fer á markað eða verður selt, þá eiga starfsmenn að fá hluta af ágóðanum,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir mikinn uppgang og hug í Smitten þessi dægrin. Að standa að nýsköpun og hafa þrautseigjuna til að fylgja þeirri nýsköpun eftir, taki á en nýsköpun kalli líka á ákveðna ástríðu: „Það eru svo óendanlega margir hlutir sem þurfa að koma saman til þess að búa til vöru sem fólk elskar og fyrirtæki sem fólk þráir að vinna fyrir," segir Davíð og Ásgeir bætir við: „Síðustu ár hafa kennt okkur margt og vegferðin framundan mun kenna okkur ennþá meira!“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01
Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00
„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01
Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00