Viðskipti innlent

Ferða­þjónustan vill af­nám sótt­kvíar

Atli Ísleifsson skrifar
Óbólusettir ferðamenn frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins þurfa nú að sýna fram á neikvætt PCR-próf og fara í tvær sýnatökur með fimm daga millibili.
Óbólusettir ferðamenn frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins þurfa nú að sýna fram á neikvætt PCR-próf og fara í tvær sýnatökur með fimm daga millibili. Vísir/Vilhelm

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vonar að sóttkví við komuna til landsins verði fljótlega afnumin og að slíkt verði til þess að ferðaþjónustan hérlendis komist aftur á fullt.

Þetta segir formaðurinn, Bjarnheiður Hallsdóttir, í samtali við Morgunblaðið í morgun. „Það sem mun skrúfa almennilega frá krananum er þegar við getum breytt reglum á landamærunum þannig að sóttkvíin verði afnumin. Það verði, eins og var búið að tala um að yrði jafnvel 1. júlí, bara einföld skimun fyrir alla. Því var frestað allavega til 15. júlí,“ segir Bjarnheiður.

Íslensk stjórnvöld opnuðu á komu bólusettra ferðamanna frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins í byrjun apríl. Þeir sem eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu fara nú í eina sýnatöku við komuna og gilda reglurnar til loka þessa mánaðar.

Óbólusettir ferðamenn frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins þurfa hins vegar að sýna fram á neikvætt PCR-próf og fara í tvær sýnatökur með fimm daga millibili.

Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins séu nær allir bólusettir. Sérstaklega hafi verið mikið um bandaríska ferðamenn síðustu vikur og mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×