Viðskipti erlent

MacKenzie Scott lætur aðra 2,7 milljarða dala af hendi rakna

Atli Ísleifsson skrifar
Jeff Bezos og MacKenzie Scott skildu árið 2019.
Jeff Bezos og MacKenzie Scott skildu árið 2019. Getty

MacKenzie Scott, fyrrverandi eiginkona Amazon-stofnandans Jeff Bezos og ein ríkasta kona heims, hefur látið 2,7 milljarða Bandaríkjadala af hendi rakna til fjölskylduhjálparstofnana og styrktarsjóða. Það samsvarar um 328 milljörðum íslenskra króna.

Upphæðin kemur til viðbótar þeim fjórum milljörðum dala sem hún gaf á síðasta ári.

Scott segir frá því í bloggfærslu að hún vilji gefa fjármunina til þeirra sem hafi „sögulega séð verið vanefnum búnir og yfirsést“. Sagði hún að féð yrði látið renna til 286 samtaka sem vinna gegn kynþáttamismunun og stuðla að listum og menntun.

Þegar þau Bezos og Scott, sem einnig er rithöfundur, skildu fékk Scott fjögurra prósenta hlut í Amazon, en hún aðstoðaði Bezos við stofnun fyrirtækisins árið 1994.

Þrátt fyrir að hafa látið allt þetta fé renna til góðgerðarstarfs er Scott enn 22. á lista yfir ríkasta fólk heims, samkvæmt Forbes.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.