Útvistun ábyrgðar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. júní 2021 14:31 Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Strætó Reykjavík Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun