Viðskipti innlent

Tekur við starfi fram­­kvæmda­­stjóra Gló

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Jónsdóttir.
Berglind Jónsdóttir. Skeljungur

Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Skeljungur keypti nýverið allt hlutafé í fyrirtækinu. 

Í tilkynningu frá Skeljungi segir að Berglind hafi undanfarið ár starfað við rekstrar- og markaðsmál hjá Metro og þar áður hjá Dagný og Co. samhliða námi. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Skeljungur keypti nýlega allt hlutafé í Gló veitingum ehf. og tók við rekstri félagsins. Gló vörur, svo sem skálar, vefjur, safar og grautar eru nú til sölu á þremur þjónustustöðvum Orkunnar; við Vesturlandsveg, í Suðurfelli og Hagasmára,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.