Sektað um milljón evra fyrir að njósna um starfsfólk Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 09:35 Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Getty Dómstóll í Frakklandi hefur gert IKEA þar í landi að greiða eina milljón evra í sekt, um 150 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk á um tuttugu ára tímabili. Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn. Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn.
Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16